Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks var eins og gefur að skilja ánægð eftir 2-0 sigur síns liðs gegn Þór/KA í dag.
Rakel átti góðan leik og fékk m.a vítaspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir skoraði úr í fyrri hálfleik.
Rakel átti góðan leik og fékk m.a vítaspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir skoraði úr í fyrri hálfleik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Þór/KA
„Við skoruðum fleiri mörk en þær en ég held þetta hafi ekki verið skemmtilegasti fótboltaleikur til að horfa á en við sigldum þessu í land."
Rakel segir að vítið hafi verið réttur dómur og segir að liðið hefði átt að fá aðra vítaspyrnu.
„Já, mér finnst það, ég missti jafnvægið þegar hún sparkar í mig. Mér fannst það meira víti með hjá Telmu en það var ekki dæmt á það."
Rakel spilaði um árabil með Þór/KA en segist vera byrjuð að venjast því að spila gegn gamla liðinu sínu.
„Ég er búin að venjast því alveg, það er ekki lengur skrítið."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir