Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 29. júní 2015 22:02
Arnar Daði Arnarsson
Teddi: Viljum ekki gera lítið úr hinum liðunum og skora
Theódór Sveinjónsson þjálfari Aftureldingar.
Theódór Sveinjónsson þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding tapaði 4-0 gegn Fylki í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Afturelding situr enn á botni deildarinnar með einungis eitt stig og eru nú fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Fréttaritari Fótbolta.net þurfti að bíða í rúmlega 20 mínútur eftir að fá Theódór í viðtal en hann fundaði vel og lengi með sínum leikmönnum inn í klefa eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  0 Afturelding

„Þeir eru ekki vanalega svona langir. Við þurftum hinsvegar að tala við við stelpurnar og hópurinn þurfti að tala saman. Við erum ekki á þeim stað við viljum vera og við sem hópur þurfum að vinna í því saman. Þetta var partur af því að tala saman," sagði Theódór en þurfti fundurinn ekki að vera enn lengri, miðað við spilamennsku liðsins í kvöld?

„Við vitum alveg í hvaða verkefnum við erum. Við komum í þennan leik til að loka á það sem Fylkir eru góðar í að gera, þær eru góðar í að liggja til baka og sækja hratt og það gekk mjög vel. Þær náðu ekkert að ógna okkur þannig lagað séð og opna okkur í fyrri hálfleik, því við lokuðum á þeirra styrkleika."

„Síðan fá þeir mjög soft víti að mínu viti og þá riðlast okkar leikur. Við þurftum að fara sækja og þá opnum við okkur meira og þar af leiðandi ná þær að sækja hratt á okkur og þær eru góðar í því."

Afturelding hefur einungis skorað þrjú mörk í sumar, þær fengu 1-2 fín færi í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik áttu þær í erfiðleikum með að ná sendingum sín á milli inn á vallarhelming Fylkis.

„Við viljum ekki vera gera lítið úr hinum liðunum og skora. Síðasti þriðjungurinn hefur verið vandamál hjá okkur. Erlendi sóknarmaðurinn okkar hefur skorað eitt mark, þetta er dálítið lottó hvernig útlendingar eru. Við bjuggumst við meira af þessum leikmanni en það hefur ekki komið," sagði Theódór sem segir að gámur af útlendingum sé í tollinum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner