Þorsteinn H Halldórsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum sáttur við 2-0 sigur síns liðs gegn Þór/KA í dag.
Blikar unnu sanngjarnan sigur með mörkum Fanndísar Friðriksdóttur og Telmu Hjaltalín Þrastardóttur.
Þorsteinn var sértaklega ánæður með varnarleikinn í dag.
Blikar unnu sanngjarnan sigur með mörkum Fanndísar Friðriksdóttur og Telmu Hjaltalín Þrastardóttur.
Þorsteinn var sértaklega ánæður með varnarleikinn í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Þór/KA
„Varnarleikur liðsins, heilt yfir. Við skorum snemma úr víti en erum þétt eftir það og gáfum engin færi á okkur. Úr opnu spili sköpuðu þær ekki færi."
„Maður er aldrei rólegur, manni finnst þetta aldrei easy, langt því frá. Þetta var erfiður leikur og það er erfitt að spila á móti Þór, þær eru með flotta einstaklinga."
Þorsteinn segir sóknarleikinn hins vegar ekki hafa verið upp á sitt besta í dag.
„Það vantaði aðeins flæði í sóknarleikinn, það voru að klikka úrslitasendingar. Við vorum að komast á bakvið þær og hefðum getað búið til bætri færi úr."
Blikar skoruðu fyrra mark sitt úr víti en þær hefðu getað fengið annað víti er það virtist brotið á Telmu Hjaltalín innan teigs. Þorsteinn segir það hins vegar ekki hafa verið víti.
„Mér fannst það ekki vera víti, en ég veit ekkert um dómgæslu."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir