Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. júní 2015 15:58
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Þorsteinn Már: Ekkert sáttur við mína stöðu
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson, sóknarmaður KR, í samtali við Vísi.

Þorsteinn kom inn sem varamaður í gær og tryggði KR þrjú stig með því að skora sigurmarkið gegn Leikni. Eyjólfur Tómasson í marki Leiknis átti reyndar að verja skot hans.

„Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut," segir Þorsteinn.

Greint hefur verið frá því að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum sem geri honum kleyft að yfirgefa KR í glugganum um miðjan júlímánuð þar sem hann hefur ekki spilað ákveðið marga leiki. Þorsteinn neitar ekki fyrir þetta í viðtalinu við Vísi.

„Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn sem er eftirsóttur en líklegast er að hann fari í Breiðablik eins og við greindum frá fyrr í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner