mið 29. júní 2016 14:16
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bale: Stærsti leikur Wales síðan á HM ´58
Mynd: Getty Images
Walesverjinn Gareth Bale segir að leikur Wales gegn Belgíu í átta liða úrslitum EM sé stærsti leikur þjóðarinnar í nokkra áratugi.

Wales mætir Belgíu á föstudag og á blaðamannafundi var Bale spurður út í stærð leiksins fyrir þjóðina sem er í fyrsta sinn á EM.

"Við vitum af leiknum í 8-liða úrslitum HM árið 1958 en þetta er stærsti leikur sem landslið Wales hefur spilað síðan þá. Á því er enginn vafi," sagði Bale.

"Þetta er okkar tími til að skína. Okkur hlakkar mikið til að spila þennan leik og vonandi komumst við í undanúrslitin."

Wales og Belgía voru einmitt saman í riðli í undankeppni EM. Wales vann 1-0 á heimavelli en liðin gerðu svo jafntefli í Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner