Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júní 2016 16:19
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bogdan vill komast frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Ungverski markvörðurinn Adam Bodgan vill fara frá Liverpool. Þetta sagði hann í samtali við Goal.com í Ungverjalandi.

Markvörðurinn er opinn fyrir því að fara á láni til að byrja með en tækifærin hafa verið af skornum skammti síðan hann fór til Liverpool árið 2015.

Markmiðið er að komast á lán sem fyrst. Seinasta hálfa ár og sú staðreynd að félagið hefur fengið nýjan markmann sýnir að þeir treysta ekki á mig," sagði Bogdan.

Markmiðið er að fá að spila í hverri viku og komast í gott form aftur. Þá kemst ég kannski aftur í landsliðið."

Það væri fínt að fara á lán og ef ég sanna mig og allt gengur eftir get ég snúið aftur til Liverpool."

Wigan er sagt hafa áhuga á að fá markvörðinn á láni,
Athugasemdir
banner
banner
banner