Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júní 2016 15:06
Þorsteinn Haukur Harðarson
Fyrirliði Austurríkis hættur eftir tapið gegn Íslandi
Mynd: Getty Images
Christian Fuchs, fyrirliði austurríska landsliðsins, er hættur með landsliðinu eftir EM.

Þrátt fyrir að vera einungis þrítugur hefur hann spilað með landsliðinu í áratug og verið fyrirliði í fjögur ár. Hann spilaði 78 landsleiki fyrir þjóð sína og skoraði eitt mark.

Tapið gegn Íslandi ver því seinasti leikur hans í landsliðsbúningi Austurríkis en liðið olli miklum vonbrigðum á mótinu.

Fuchs varð Englandsmeistari með Leicester City í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner