banner
   mið 29. júní 2016 09:46
Magnús Már Einarsson
Heimir: Ekki til orð til að hrósa starfsfólkinu nógu mikið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að starfsfólkið í kringum liði eigi stóran þátt í því að engin meiðsli hafa komið upp á EM í Frakklandi.

Ísland hefur stillt upp sama byrjunarliðinu í öllum fjórum leikjunum á EM hingað til.

„Ég held að það sé ekki hægt að lýsa því hversu mikið og gott starfið er á bakvið liðið," sagði Heimir.

„Við erum með mun minna starfslið en flestar þjóðir en það sem starfsfólkið er að gera er ótrúlegt. Strákarnir finna það, kunna að meta það og sýna þeim sem aðstoða okkur mikla virðingu."

„Að við séum ekki með meiðsli og getum stillt upp sama liði lýsir því hversu vel er hugsað um strákana. Það er mjög mikið álag á öllu starfsfólki og það er ekki hægt að hrósa því nógu mikið. Það er ekki til orð yfir það."


Heimir hrósaði ekki bara sjúkraþjálfurunum heldur einnig Ómari Smárasyni fjölmiðlafulltrúa og öllu starfsfólki KSÍ.

„Ómar er allan sólarhringinn að lesa fyrirspurnir frá þeim sem vilja koma og taka viðtal við strákana. Það er mikið álag á öllu starfsfólki KSÍ í þessum miðamálum og ég held að það sé fáir sem skilji það," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner