Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júní 2016 10:45
Magnús Már Einarsson
Annecy
Heimir: Frakkar hafa náð að þreyta andstæðinginn
Icelandair
Ísland spilar við Frakka á sunnudag.
Ísland spilar við Frakka á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM á sunnudag. Gestgjafar Frakka hafa ekki náð að skora snemma í leikjum sínum á EM en öll fimm mörk þeirra á mótinu hafa komið í seinni hálfleik.

Þrjú af fimm mörkum Frakka hafa einnig komið á lokamínútunum í leikjunum. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tjáði sig um Frakkana á fréttamannafundi í dag.

„Liðið þeirra er fullt af tæknilega góðum einstaklingum sem geta ráðið úrslitum í leikjum. Varamenn þeirra hafa komið inn á og klárað leiki," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„Þeir hafa náð að þreyta leikmenn og klára leiki í lokin. Þá hafa þeir gæðin til að klára leikina. Allir spila gegn Frökkum með það að markmiði að vilja ekki fá á sig mark en þeir ná samt að skora. Þeir eru að skora í lok leikja og ég myndi telja það jákvætt fyrir þá."

„Þeir eru mikið með boltann, þreyta andstæðinginn og í lokin skora þeir mikið af mörkum. Það er eitthvað sem við verðum að hafa í huga. Við þurfum að halda einbeitingu allan leikinn. Ekki bara í 90 mínútur heldur í 94, 95 eða 96 mínútur,"
sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner