Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júní 2016 08:58
Magnús Már Einarsson
Heimir: Vona að þetta endi eins og hjá Leicester
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort að Ísland geti gert eins og Leicester og komið öllum í opna skjöldu með því að landa titli.

Leicester kom öllum á óvart með því að verða enskur meistari í vor og Heimir var spurður að því hvort Ísland geti farið alla leið á EM.

„Ég vil að þetta endi eins og hjá Leicester. Þeir spiluðu á styrkeikum sínum og við erum að gera það sama í landsliðinu okkar. Það er sami liðsandi hjá okkur og Leicester. Við viljm vinna fyrir hvorn annan," sagði Heimir.

Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á EM á sunnudag.

„Ef þú berð Ísland saman við Frakkland þá hafa þeir leikmenn í öllum stöðum sem spila í Meistaradeildinni daginn inn og daginn út á meðan fáir leikmenn okkar hafa spilað í Meistaradeildinni."

„Þeir hafa betur gegn okkur þegar kemur að hæfileikum einstaklinga. Við þurfum að vinna saman sem lið til að bæta upp fyrir það,"
sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner