Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júní 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Hver tekur sæti Kante gegn Íslandi?
Icelandair
Yohan Cabaye gæti komið inn fyrir Kante.
Yohan Cabaye gæti komið inn fyrir Kante.
Mynd: Getty Images
Franskir fjölmiðlar eru byrjaðir að velta því fyrir sér hver tekur sæti N'Golo Kante í leiknum gegn Íslandi á sunnudag. Kante er í banni gegn Íslandi líkt og Adil Rami, miðvörður Sevilla.

Líklegast er að Samuel Umtiti, varnarmaður Lyon, komi inn í hjarta varnarinnar fyrir Rami.

Meira spurningamerki er hver mun taka stöðu Kante á miðjunni. Yohan Cabaye gæti komið inn sem djúpur miðjumaður en hann var frábær gegn Sviss í riðlakeppninni.

Annar möguleiki er að Kingsley Coman eða Moussa Sissoko komi á hægri kantinn og Antoine Griezmann færi sig þá af hægri kantinum og yfir á miðjuna.

Ef það verður niðurstaðan þá verða Paul Poba og Blaise Matuidi fyrir aftan Griezmann á miðjunni en þeir hafa verið vanir því að hafa Kante fyrir aftan sig í keppninni hingað til.

Varnarlega gætu Frakkar því verið opnari á sunnudag ef þetta verður niðurstaðan en sóknarlega yrði miðjan gríðarlega öflug.

Sjá einnig:
Frakkar án fimm miðvarða - Byrjar nýliði gegn Íslandi?
Athugasemdir
banner
banner
banner