Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. júní 2016 13:23
Þorsteinn Haukur Harðarson
Jurgen Klinsmann sagður hafa áhuga á að taka við Englandi
Mynd: Getty Images
Fréttastofa Sky greinir frá því í dag að Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann hafi áhuga á því að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu.

Klinsmann þjálfar bandaríska landsliðið en það hefur hann gert með góðum árangri síðan árið 2011.

Sky tók saman að undir stjórn Klinsmann hefur landslið Bandaríkjanna unnið 71 af 125 leikjum sem gerir um 57% sigurhlutfall.

Klinsmann þjálfaði þýska landsliðið árin 2004 til 2006 en hann þjálfaði síðan Bayern Munich eitt tímabil.
Athugasemdir
banner
banner