mið 29. júní 2016 10:12
Magnús Már Einarsson
Lars um gulu spjöldin: Höfum verið svolítið heppnir
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níu af ellefu leikmönnum í byrjunarliði íslenska landsliðsins hafa fengið gult spjald á EM í Frakklandi.

Tvö gul spjöld þýða leikbann á EM og því eru margir á hættusvæði fyrir undanúrslitin ef Ísland kemst þangað. Enginn leikmaður í byrjunarliðinu hefur hins vegar farið í bann í keppninni.

„Auðvitað er þetta hluti af áætlun okkar," sagði Lars brosandi á fréttamannafundi í dag aðspurður út í dreifinguna á spjöldunum.

„Það hafa verið aðeins of mörg gul spjöld. Sum þeirra hafa verið ósanngjörn en ég get skilið sum af þeim."

„Ég vil vanalega ekki tala um heppni en í þetta skipti erum við svolítið heppnir. Við erum nánast með allt byrjunarliðið á gulu spjaldi og það er klárlega tilviljun."


Ragnar Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu leikmennirnir úr byrjunarliðinu í síðasta leik sem eru ekki á gulu spjaldi fyrir leikinn gegn Frökkum.

Eftir 8-liða úrslitin hreinsast gulu spjöldin út en leikmenn sem eru á spjaldi verða í banni í undanúrsltunum ef þeir fá spjald í 8-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner