Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 29. júní 2016 07:43
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Wales: Búnir að styðja Ísland alla leið
Icelandair
Wales er í 8-liða úrslitunum á EM eins og Ísland.
Wales er í 8-liða úrslitunum á EM eins og Ísland.
Mynd: Telegraph
Eftir sigur Íslands á Englandi á mánudag birtist myndband frá Frakklandi þar sem leikmenn Wales fögnuðu úrslitunum innilega.

Úrslitin þýða að Wales er eina liðið frá Bretlandseyjum sem er ennþá á EM. Neil Taylor segir að leikmenn hafi ekki verið að fagna óförum Englendinga heldur styðja Ísland.

„Hópurinn fylgist með minni liðunum á þessu móti, frá Albaníu til Ungverjalands, og það er gaman að sjá ný lið," sagði Taylor en hann er liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea.

„Það var búið að afskrifa Ísland. Ég þekki Gylfa, hann hefur útskýrt íslenska liðið fyrir mér og fyrir hvað það stendur. Þeir komust áfram og hafa verið ótrúlegir á þessu móti."

„Við vorum að fagna því hvað Ísland hefur farið langt en ég skil hvernig þetta kom út. Við sem leikmenn erum búnir að styðja Ísland alla leið."


Sjá einnig:
Myndband: Leikmenn Wales fögnuðu sigri Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner