Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 29. júní 2016 13:59
Þorsteinn Haukur Harðarson
Mættur til æfinga hjá Aston Villa eftir að hafa sigrast á hvítblæði
Mynd: Getty Images
Ansi merkileg stund átti sér stað á æfingasvæði Aston Villa á Englandi í morgun. Stiliyan Petrov mætti þá til æfinga hjá liðinu eftir baráttu við hvítblæði.

Hinn búlgarski Petrov lék með Aston Villa þegar hann greindist með hvítblæði í mars árið 2012 og varð í kjölfarið að hætta í fótboltanum.

Fáir töldu að hann ætti afturkvæmt en nú fjórum árum seinna er hann mættur til æfinga á ný. Petrov mun fara með liðinu í æfingaferð til Austurríkis fyrir tímabilið en ekki fylgir sögunni hvort hann muni spila með Villa í Championship deildinni í vetur.

Petrov er orðinn 36 ára gamall. Hann lék á sínum tíma tæplega 200 leiki fyrir Aston Villa og á yfir 100 landsleiki að baki með landsliði Búlgaríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner