Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2016 16:03
Þorsteinn Haukur Harðarson
Næsti styrkleikalisti gefinn út eftir EM - Hvar verður Ísland?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búast má við því að Ísland klifri upp styrkleikalista FIFA þegar nýr listi verður gefinn út eftir EM.

Íslandi hefur gengið frábærlega á EM og hafa einhverjir velt vöngum yfir því á Twitter hvað velgengni liðsins þýðir fyrir næsta styrkleikalista.

Ísland er sem stendur í 34. sæti listans en hæst hefur liðið komist í 23. sæti í september í fyrra.

Mið er tekið af úrslitum liða á milli lista og sigrar gegn Austurríki (10. sæti) og Englandi (11. sæti auk þess sem við náðum jafntefli gegn Portúgal (8.sæti) og Ungverjalandi (20. sæti) ættu að hjálpa Íslandi að komast ofar á listanum enda allar ofantaldar þjóðir fyrir ofan okkur á listanum.

Þá er Ísland í neðsta sæti af þeim átta þjóðum sem eftir eru á EM.

Undirritaður lagði ekki í reikningsvinnu við að reikna út hvar við komum til með að lenda á listanum eins og staðan er í dag enda reikniformúlan frekar flókin.

Það verður engu að síður forvitnilegt að sjá hvar Ísland verður á nýjum styrkleikalista FIFA þann 14. júlí.

Athugasemdir
banner
banner
banner