mið 29. júní 2016 19:53
Arnar Geir Halldórsson
Pepsi kvenna: Blikar gerðu góða ferð til Eyja
Fanndís skoraði gegn uppeldisfélaginu
Fanndís skoraði gegn uppeldisfélaginu
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
ÍBV 0 - 4 Breiðablik
0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir ('22)
0-2 Fanndís Friðriksdóttir ('63)
0-3 Svava Rós Guðmundsdóttir ('64)
0-4 Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir ('83, sjálfsmark)
Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Íslandsmeistarar Breiðabliks gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í kvöld þegar liðið heimsótti ÍBV í Pepsi deild kvenna.

Hallbera Guðný Gísladóttir kom Blikum yfir á 22.mínútu og staðan í leikhléi 1-0.

Breiðablik skoraði svo tvö mörk með nokkura sekúndna millibili eftir rúmlega klukkutíma leik og úrslitin nánast ráðin. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV, setti boltann svo í eigið net skömmu fyrir leikslok.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner