Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 29. júní 2016 19:02
Arnar Geir Halldórsson
Rooney lét Gylfa finna fyrir því
Icelandair
Pirringur
Pirringur
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, landsliðsfyrirliði Englands, lenti saman við Gylfa Sigurðsson, aðalstjörnu Íslands, í leik liðanna í 16-liða úrslitum EM.

Slóvenski dómarinn Damir Skomina sá ekki ástæðu til að refsa Rooney fyrir sinn þátt þrátt fyrir að standa mjög nálægt atvikinu. Þess í stað fengu báðir leikmennirnir tiltal.

Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan er þáttur Rooney öllu alvarlegri og hreinlega spurning hvort ekki hefði verið rétt að vísa honum af velli.

Atvikið gerðist eftir tæplega klukkutíma leik en Rooney var afar pirraður á gangi leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner