Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júní 2016 08:30
Elvar Geir Magnússon
Skilur það núna að enska landsliðið sé talið hrokafullt
Úr sigri Íslands gegn Englandi.
Úr sigri Íslands gegn Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Taylor, verðlaunablaðamaður Guardian, segist skilja það að restin af Evrópu líti á Englendinga sem hrokafulla og sjálfsmiðaða

Hann setur stórt spurningamerki við það hvernig enski hópurinn kom inn í leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og telur að hugarfarið hafi ekki verið rétt.

„Það lítur alls ekki vel út að Hodgson og hans aðstoðarmaður, Ray Lewington, voru í skoðunarferð um París daginn sem Ísland mætti Austurríki í borginni. Þeir voru að heimsækja Notre Dame og tóku bátsferð um Signu í stað þess að horfa á lið sem gæti orðið andstæðingur Englands," skrifar Taylor í pistli.

„Hodgson sagði að það væri „hlægilegt" að menn væru að efast um undirbúninginn þegar Gary Neville og fleiri aðstoðarmenn hafi verið á leiknum og gætu komið með skýrslu. Aðrir myndi nota sama orð um þá staðreynd að fylgdarlið enska liðsins stökk upp úr sætunum sínum og fagnaði þegar Ísland skoraði sigurmarkið sem þýddi að England væri að fara að mæta minnstu þjóð keppninnar. Er það skrítið að restin af Evrópu telur að enskur fótbolti sé fullur af hroka og of sjálfsmiðaður?"
Athugasemdir
banner
banner