Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 29. júlí 2013 11:36
Magnús Már Einarsson
Aron hringdi í Lars og tjáði honum ákvörðunina
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Total Football, segir að ekkert eitt sérstakt atriði hafi orðið til þess að Aron Jóhannsson ákvað að velja bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska.

Aron fæddist í Bandaríkjunum og gat því valið um að leika með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna.

,,Það er ekkert eitt sérstakt atriði á bakvið þetta, það eru mörg atriði," sagði Magnús Agnar við Fótbolta.net í dag.

,,Hann gefur kost á sér í bandaríska landsliðið og síðan sjáum við til hvað það leiðir að sér."

Lars Lagerback landsliðsþjálfari Íslands og Jurgen Klinsmann landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hafa báðir rætt við Aron undanfarna mánuði til að sannfæra hann um að velja sitt landslið.

Magnús Agnar staðfesti við Fótbolta.net í dag að Aron hafi hringt í Lagerback fyrir helgi og tjáð honum ákvörðun sína.

,,Þetta var ekki spurning með KSÍ, Lars Lagerback, Ísland eða eitthvað svoleiðis. Þetta var ekki auðveld ákvörðun en hún var mjög vel ígrunduð," bætti Magnús Agnar við.

Það skýrist á næstunni hvort Aron verði valinn í bandaríska landsliðshópinn fyrir vináttuleik gegn Bosníu/Herzegóvínu þann 14. ágúst næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner