Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. júlí 2013 14:10
Magnús Már Einarsson
Heimir Hallgríms: Aron mjög heiðarlegur við okkur
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Auðvitað hefðum við viljað hafa hann," sagði Heimir Hallgrímsson aðstoðarlandsliðsþjálfari í samtali við Fótbolta.net í dag aðspurður út í ákvörðun Arons Jóhannssonar að velja bandaríska landsliðið.

Aron hefur ákveðið að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið eftir að hafa íhugað málið undanfarna mánuði. Lars Lagerback landsliðsþjálfari og Heimir hafa rætt við Aron sem og Jurgen Klinsmann þjálfari Bandaríkjanna.

,,Hann er búinn að vera mjög heiðarlegur og opinn við okkur. Þetta er auðvitað risastór ákvörðun og hann tók sér eðlilega tíma í þetta," sagði Heimir.

,,Um leið og hann er búinn að spila fyrsta landsleikinn getur hann ekki skipt um skoðun. Þetta er ekki eins og félagslið. Hann er búinn að velta þessu mikið fyrir sér og við verðum að virða þessa ákvörðun."

,,Þetta er viðurkenning fyrir strákinn að það skuli tvö landslið berjast um hann. Það sýnir hvað hann hefur staðið sig vel og við hverju menn búast af honum. Við óskum honum alls hins besta."

Athugasemdir
banner
banner
banner