Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. júlí 2014 23:11
Elvar Geir Magnússon
4. deild: Arnar Sveinn með tvö fyrir ósigrað lið KH
KB vann 3-0 sigur gegn Augnabliki.
KB vann 3-0 sigur gegn Augnabliki.
Mynd: Leiknir - Brandur
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikið var í 4. deild karla í kvöld en þar er spennan að aukast enda ekki margar umferðir eftir af riðlakeppninni.

A-riðill:
Einn leikur var í A-riðlinum á sunnudag en Hörður Ísafirði vann sigur á Kóngunum sem eru í botnsætinu. Hörður er í þriðja sæti og enn í möguleika á sæti í úrslitakeppninni þó Álftanes sé þar í lykilstöðu í öðru sætinu.

Hörður Ísafirði 5 - 0 Kóngarnir
1-0 Ásgeir Hinrik Gíslason
2-0 Jón Ingi Skarphéðinsson
3-0 Jón Ingi Skarphéðinsson
4-0 Jón Ingi Skarphéðinsson
5-0 Hinrik Elís Jónsson

B-riðill:
Baráttan um annað sætið í B-riðli er gríðarlega spennandi. Vængir Júpiters eru í öðru sætinu eftir sigur gegn Stál-úlfi í kvöld. KB hélt sér enn í möguleika með öruggum sigri á Augnablik.

KB 3 - 0 Augnablik
1-0 Árni Elvar Árnason
2-0 Daði Bærings Halldórsson
3-0 Hörður Brynjar Halldórsson

Stál-úlfur 1 - 3 Vængir Júpiters
0-1 Júlíus Orri Óskarsson
1-1 Hörður Jens Guðmundsson (víti)
1-2 Júlíus Orri Óskarsson
1-3 Halldór Freyr Ásgrímsson

Stokkseyri 4 - 1 Ísbjörninn
Mörk Stokkseyrar: Örvar Hugason 3, Valdimar Gylfason.

C-riðill:
Léttir er í öðru sæti C-riðils og í bullandi möguleika á sæti í úrslitakeppninni en Elliði tapaði þriðja leik sínum í röð og er úr allri baráttu.

Léttir 4 - 3 Elliði

D-riðill:
KH og Þróttur Vogum eru á leið í úrslitakeppnina en bæði lið unnu leiki sína í kvöld. KH er án ósigurs á toppnum með 25 stig og Þróttur Vogum í öðru með 22 stig og sjö stiga forystu á liðið í þriðja sæti. Arnar Sveinn Geirsson er kominn í KH og stimplaði sig vel inn með tveimur mörkum.

Kría 1 - 3 KH
0-1 Arnar Sveinn Geirsson
0-2 Arnar Sveinn Geirsson
1-2 Sjálfsmark
1-3 Ellert Finnbogi Eiríksson

Þróttur Vogum 6 - 0 Skínandi
Páll Guðmundsson 4, Kristján Steinn Magnússon, sjálfsmark.
Athugasemdir
banner
banner