þri 29. júlí 2014 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Alejandro Sabella hættur með argentínska landsliðið
Mynd: Getty Images
Alejandro Sabella er hættur með argentínska landsliðið en argentínska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag.

Sabella stýrði argentínska liðinu í úrslitaleik HM sem fór fram í Brasilíu í sumar en þar hafði Þýskaland þó betur eftir framlengingu, 1-0.

Hann viðurkenndi fyrir tveimur vikum síðan að hann væri ekki viss hvort hann myndi vera áfram með liðið en nú hefur argentínska knattspyrnusambandið staðfest uppsögn hans.

Óvíst er hver tekur við en Gerardo Martino, fyrrum þjálfari Barcelona, er talinn vera efstur á blaði.

Sabella tók við Argentínu árið 2011 og hefur verið þar í þrjú ár en þetta opnar möguleika fyrir argentínska framherjann Carlos Tevez hjá Juventus, sem hefur verið í kuldanum hjá Sabella frá því hann tók við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner