Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. júlí 2014 10:22
Elvar Geir Magnússon
Bild: Marco Reus hafnaði tilboði Dortmund
Marco Reus lætur fara vel um sig á Ibiza þar sem hann var í fríi fyrr í þessum mánuði.
Marco Reus lætur fara vel um sig á Ibiza þar sem hann var í fríi fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Getty Images
Bild, stærsta dagblað Þýskalands, segir að stórstjarnan Marco Reus hafi hafnað tilboði Borussia Dortmund um nýjan samning.

Framtíð Reus hefur verið mikið til umfjöllunar en í núgildandi samningi getur leikmaðurinn yfirgefið Dortmund á næsta ári fyrir 35 milljónir evra samkvæmt klásúlu.

Samningurinn er til 2017 en Reus hefur verið orðaður við Bayern München, Manchester United og Barcelona.

Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, sagði nýlega að Marco Reus væri ekki á förum frá félaginu en samkvæmt heimildum Bild er leikmaðurinn farinn að hugsa sér til hreyfings.

Reus var einn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en var ekki með Þýskalandi á HM vegna meiðsla sem hann hlaut rétt fyrir mótið.
Athugasemdir
banner
banner