Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 29. júlí 2014 11:00
Grímur Már Þórólfsson
Heimild: Sky 
Blackpool semur við þrjá leikmenn
Mellis í leik með Chelsea
Mellis í leik með Chelsea
Mynd: Getty Images
Blackpool hafa nú 11 leikmenn í leikmannahóp sínum eftir að hafa samið við Jacob Mellis, Tomasz Cywka og Peter Clarke.

Þjálfari Blacpool, Jose Riga vinnur nú hörðum höndum að því að búa til lið, fyrir fyrsta leik liðsins í Championship deildinni gegn Nottingham Forest eftir 12 daga.

Miðjumaðurinn Jacob Mellis hefur verið að æfa með liðinu síðustu vikur og gerði hann árs samning við félagið. Mellis er 23 ára og er fyrrum leikmaður Chelsea og Barnsley en hann á leiki að baki fyrir u-16, u-17 og u-19 ára landslið Englands.

Pólski sóknartengiliðurinn Tomasz Cywka kemur einnig frá Barnsley en hann hefur einnig verið á mála hjá liðum á borð við Wigan, Oldham, Derby og Reading.

Þá snýr Peter Clarke aftur til liðsins en hann er 32 ára varnarmaður sem spilaði fyrir Blackpool frá 2004-2006. Hann hefur spilað fyrir Southend og Huddersfield síðastliðin ár.

Blackpool eru einnig nálægt því að semja við landsliðsmann Costa Roca, miðjumanninn Jose Cubero sem kom fjórum sinnum inn á sem varamaður á heimsmeisaramótinu í Brasilíu. Kemur hann frá Herediano í Costa Rica.

Af þessum 11 leikmönnum Blackpool er þó ennþá enginn markvörður og því getur Jose Riga ekki ennþá mannað lið.
Athugasemdir
banner