banner
   þri 29. júlí 2014 16:05
Magnús Már Einarsson
Divock Origi til Liverpool (Staðfest)
Lánaður aftur til Frakklands
Origi spilaði með Belgum á HM í sumar.
Origi spilaði með Belgum á HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur keypt framherjann Divock Origi frá Lille á tíu milljónir punda.

Þessi 19 ára gamli leikmaður mun þó vera áfram á láni hjá Lille á komandi tímabili áður en hann kemur til Liverpool næsta sumar.

,,Liverpool er eitt af stærstu félögum heims og ég er mjög spenntur að fá að vera hluti af frábærri sögu félagsins," sagði Origi eftir að hann skrifaði undir.

,,Allir leikmenn eiga þann draum að spila fyrir framan fullan völl af ástríðufullum stuðningsmönnum. Ég mun gera allt sem ég get til að gleðja stuðningsmennina."

Origi er sjötti leikmaðurinn sem Liverpool fær í sumar á eftir Adam Lallana, Dejan Lovren, Lazar Markovic, Emre Can og Rickie Lambert.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner