Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 29. júlí 2014 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Einar Karl í Val - Lánaður í Grindavík (Staðfest)
Einar Karl fagnar marki sínu með Fjölni í sumar.
Einar Karl fagnar marki sínu með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn, Einar Karl Ingvarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val en hann kemur til félagsins frá FH. Valur og FH náðu samkomulagið um félagsskiptin í gær.

Hann lék fyrri hluta sumars á láni hjá Fjölni frá FH en nú er ljóst að hann verður lánaður til Grindavíkur í 1. deildinni frá Val út sumarið.

Einar Karl á að baki 33 meistaraflokksleiki með FH og Fjölni og skorað í þeim leikjum þrjú mörk. Hann lék átta leiki með Fjölni í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði eitt mark.

Auk þess á hann að baki sjö landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Hann byrjar að æfa með Grindavík í dag og gæti leikið með liðinu á morgun í 1. deildinni þegar Grindavík mætir BÍ/Bolungarvík.
Athugasemdir
banner
banner
banner