Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 29. júlí 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gunnar Heiðar spilaði í sigri Häcken
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður Häcken í Sviþjóð, spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið er það vann Djurgården með tveimur mörkum gegn einu í gær.

Gunnar samdi við Häcken á dögunum en hann kom frá tyrkneska félaginu Konyaspor þar sem hann hafði fengið sig lausan undan samningi.

Hann kom inná sem varamaður í gær en hann kom við sögu á 57. mínútu leiksins.

Häcken er í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 30 stig, eða sjö stigum frá toppsætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner