Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. júlí 2014 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur ÍA 
ÍA missir erlendu leikmennina og Ingunni
Ingunn klárar ekki tímabilið með ÍA.
Ingunn klárar ekki tímabilið með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið ÍA veikist nokkuð fyrir lokabaráttuna í Pepsi-deild kvenna en enginn erlendu leikmannana klárar mótið með liðinu auk þess sem Ingunn Dögg Eiríksson yfirgefur félagið.

ÍA situr í botnsæti deildarinnar án stiga og á mikilvægan leik gegn FH sem er í næst neðsta sætinu í kvöld á Akranesvelli.

Á vef ÍA kemur fram að bandarísku leikmennirnir Margaret Neiswanger, Madison Gregory og Caitlin Updyke yfirgefi félagið eftir leikinn í kvöld en félagið segir frammistöðu þeirra vonbrigði.

,,Miklar væntingar voru gerðar til þeirra í upphafi en þær hafa ekki verið þeir afburðaleikmenn sem við vonuðumst til að myndu hjálpa hinu unga liði okkar í hinni erfiðu baráttu sem Pepsideildin er," segir á vef ÍA.

Miðvörðurinn Laken Duchar Clark verður áfram með liðinu út ágúst mánuð en Ingunn Dögg Eiríksdóttir er flutt til Írlands og spilar ekki meira með liðinu.

ÍA segir að við þessar breytingar munu ungir leikmenn fá fleiri tækifæri með liðinu út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner