Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. júlí 2014 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Með sand í augum
Mynd: Aðsend
Kominn er út heimildarmynd um Vallargerðisvöllinn, ,, Með Sand í Augum ,, vöggu fótboltans í Kópavogi frá árunum 1952 til 1987 eftir Heiðar Bergmann Heiðarsson fyrrverandi leikmann Breiðabliks. En um langt skeið hefur Völlurinn staðið að mestu ónotaður í kjölfar glæsilegrar uppbyggingu íþróttamannvirkja í Kópavogi.

Í þessari mynd er saga Vallarmála í Kópavogi rakinn með máli og myndum, sagt er frá fyrsta vellinum í Kópavogi sem hermenn hersetuliðs Englendinga 1941 reistu við bæjarmörk Kópavogs og Reykjavíkur eða þangað til Reykjavík rændi landinu og afhenti KFUM fótboltavöllinn. Pétur Sveins lögga og Baldur Púskas segja frá fyrstu árum Breiðabliks ásamt væringjum þeim sem fóru á milli Guðmundar og Gest um að vera formaður félagsins fyrsta árið.

Rætt er við Jón Inga Ragnarsson, Þórð Guðmundsson og Guðmund Óskarsson um aðstöðuleysi íþróttamanna í Kópavogi á fyrstu árum Breiðabliks. Kvennafótboltanum eru gerð góð skil og viðtal við fyrsta kvenndómara Íslandssögunar Sigrúnu Ingólfsdóttur þar sem hún segir frá fyrsta leiknum sem hún dæmdi, Birgitta og Rósa Vald segja frá fyrsta obinbera leiknum í kvennafótboltanum og hvernig uppbygging kvennafótboltans hófst með Guðmund Þórðarsson í broddi fylkinar.

Einnig segja fyrrverandi leikmenn Breiðabliks sögur af Vellinum og hvernig KR og Ármann reyndu að bregða fæti fyrir Breiðablik árið 1970 í bikarkeppni KSÍ. Rakin er saga stærðarmálsins svokallað. Sagt er frá stórum sigrum Breiðabliks í yngri flokkum félagsins. Baltasar, Bonni og Steindór Elison segja frá fyrstu reynslu sinni á Vallargerði. Einar, Hinrik og Tóti segja frá þegar þeir byrjuðu í boltanum. Þorgeir og Vignir Bald áttu sín draumaskot í vinkilinn á Vallargerði.

Síðan og ekki síst er sagt frá þeim mikla meistar Valdimari Kr Valdimars sem er einn af ólöstuðum sá frumkvöðull sem mest átti í vellinum, hans framtak í vallarmálum Kópavogs var geysilega mikið og við getum þakkað honum mikið fyrir þau afrek utan vallar og öll þau kraftaverk sem hann framdi í sinni tíð.

Sagt er frá hvernig heilu kynnslóðirnar æfðu og kepptu á Vallargerði. Amman afinn, pappinn mamman og dætur og synir æfðu og spiluðu á Vellinum.

Þetta allt í klukkutíma heimildarmynd um uppbyggingu Breiðabliks á Vallargerðisvelli.

En það er hægt að nálgast diskinn með því að senda fyrirspurn á [email protected] og kostar hann 3000 kr.
Athugasemdir
banner
banner
banner