Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. júlí 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Paul Scholes í sjónvarpið
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, verður sérfræðingur hjá sjónvarpsstöðinni BT Sport næstu fjögur árin.

Samkomulagið var staðfest í dag en Scholes mun vera sérfræðingur í útsendingum frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Scholes lagði skóna endanlega á hilluna vorið 2013 en hann fékk aðeins að spreyta sig sem sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta tímabili.

Hinn 39 ára gamli Scholes var ekki mikið fyrir sviðsljósið á sínum tíma sem leikmaður en hann ætlar nú að tjá sig um leiki á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner