Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. júlí 2014 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldinho ekki á leið til Boca Juniors
Mynd: Getty Images
Brasilíski snillingurinn Ronaldinho er ekki á leið til Boca Juniors en argentínska félagið staðfesti það í kvöld.

Ronaldinho, sem er 34 ára gamall, komst að samkomulagi við Atletico Mineiro um að rifta samning sínum en hann var í tvö ár hjá félaginu og skoraði þar 28 mörk og lagði upp önnur 28 mörk í 80 leikjum.

Orðrómur hefur verið uppi um að Boca Juniors vildi fá hann til þess að fylla skarð Juan Roman Riquelme en Boca segist einungis vera að leita að varnarmönnum fyrir liðið.

,,Fuenzalida er síðasti maður inn sem stendur og við munum einungis reyna að fá varnarmenn inn," sagði talsmaður Boca.

Ronaldinho hefur verið orðaður við önnur lið en lið í MLS-deildinni vill fá hann. Þá gæti hann komið aftur til Evrópu en lið á Ítalíu og Spáni hafa sýnt áhuga.

Athugasemdir
banner
banner
banner