Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. júlí 2014 13:06
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Van Gaal: Kaupi ekki bara til að kaupa
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segist ekki ætla að drífa sig í að styrkja leikmannahóp liðsins.

Van Gaal hefur spilað 3-5-2 með vængbakverði í æfingaleikjum gegn LA Galaxy og Roma en hann vill skoða hópinn betur áður en hann ákveður í hvaða stöður hann mun kaupa leikmenn.

,,Ég kaupi ekki leikmenn bara til að kaupa. Ég kaupi leikmenn til að bæta liðið. Fyrst verð ég að sjá hvað við þurfum í öllum stöðum fyrir leikkerfið sem við ætlum að spila og í augnablikinu er ég ekki viss," sagði van Gaal.

Margir hafa efasemdir um að Wayne Rooney, Juan Mata og Robin van Persie geti allir spilað saman en Van Gaal segir að 3-5-2 kerfið bjóði upp á það.

,,Þess vegna valdi ég þetta leikkerfi, ég get látið þá alla spila. (Javier) Hernandez getur líka spilað frammi sem og (Danny) Welbeck."

,,Rooney getur spilað sem númer 10 eða númer 9 og hann segist líka geta verið númer 11 eða númer 7 en ég vil frekar hafa hann sem 9 eða 10."

,,Rooney, Van Persie, Hernandez, Mata, Welbeck, (Marouane) Fellaini, (Ander) Herrera, margir leikmenn geta spilað í þessu leikkerfi. Í þessu kerfi geta tveir framherjar spilað, númer 10 getur spilað og tveir miðjumenn geta spilað."

Athugasemdir
banner
banner
banner