mið 29. júlí 2015 19:57
Arnar Geir Halldórsson
1. deild: Ótrúleg endurkoma Fjarðabyggðar
Andri Þór gerði jöfnunarmark Fjarðabyggðar í kvöld
Andri Þór gerði jöfnunarmark Fjarðabyggðar í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fjarðabyggð 3 - 3 Fram
0-1 Indriði Áki Þorláksson ('8)
0-2 Atli Fannar Jónsson ('37)
1-2 Viktor Örn Guðmundsson ('45)
1-3 Ernir Bjarnason ('46)
2-3 Brynjar Jónasson (´77)
3-3 Andri Þór Magnússon (´83)
Rautt spjald:Milos Ivankovic, Fjarðabyggð (´31)

Fimm leikir eru á dagskrá í 1.deild karla í kvöld og er einum þeirra lokið.

Framarar héldu austur til þess að leika gegn Fjarðabyggð. Gestirnir mættu ákveðnir til leiks og höfðu forystu í leiknum lengi vel. Ekki bætti úr skák fyrir heimamenn þegar Milos Ivankovic var vikið af velli eftir hálftíma leik.

Þrátt fyrir að vera manni færri og tveimur mörkum undir tókst austanmönnum að koma til baka og jafna leikinn. Lokatölur 3-3 í ótrúlegum leik.

Fjarðabyggð er í baráttu um að komast upp en Fram er í fallhættu.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner