Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júlí 2015 22:01
Arnar Geir Halldórsson
1. deild: Þór gjörsigraði BÍ/Bolungarvík
Jónas Björgvin fagnar marki sínu.
Jónas Björgvin fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 6 - 1 BÍ/Bolungarvík
1-0 Jóhann Helgi Hannesson ('2)
1-1 Pape Mamadou Faye ('30)
2-1 Sveinn Elías Jónsson ('44)
3-1 Jóhann Helgi Hannesson ('68, víti)
4-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('84)
5-1 Sveinn Elías Jónsson ('89)
6-1 Jónas Björgvin Sigurbergsson ('91)
Rautt spjald: Elmar Atli Garðarsson, BÍ/Bolungarvík (´62)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Síðasta leik kvöldsins í 1.deild karla var að ljúka nú rétt í þessu á Þórsvelli á Akureyri.

Þar voru Vestfirðingar í heimsókn hjá Þórsurum. Jóhann Helgi Hannesson átti stórleik í liði Þórs en hann gerði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur. Pape Mamadou Faye jafnaði hinsvegar metin eftir hálftíma leik.

Í kjölfarið tóku heimamenn öll völd á vellinum og unnu að lokum fimm marka sigur.

Þórsarar eru nú í 3. sæti deildarinnar með 27 stig, fimm stigum frá 2. sætinu. BÍ/Bolungarvík er límt við botnsætið og þarf á kraftaverki að halda.

VIðtöl og skýrsla úr leiknum eru væntanlega á síðuna í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner