Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 29. júlí 2015 14:05
Elvar Geir Magnússon
12 setningar: „Dugar ekki að öskra tvö ár í röð"
Andri Yrkill Valsson (Morgunblaðið)
b-12-setningar-b-andri-yrkill-29072015
b-12-setningar-b-andri-yrkill-29072015
Mynd: Fótbolti.net
Andri Yrkill að störfum í Tékklandi.
Andri Yrkill að störfum í Tékklandi.
Mynd: Úr einkasafni
12 setningar er dagskrárliður hér á Fótbolta.net þar sem við fáum fjölmiðlamann til að svara tólf spurningum um Pepsi-deildina, hverri með einni setningu. Það er ein spurning sem tengist hverju liði í deildinni.

Andri Yrkill Valsson, ungur íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, ríður á vaðið í þessari lotu og svarar 12 spurningum með 12 setningum þegar 13 umferðum er lokið.

Hvernig er FH að höndla pressuna?
Ekki glæsilega miðað við gríðarlegar væntingar, atvinnumannaliðið virðist brothætt enda vita þeir að ekkert nema titill kemur til greina.

Hvernig er sterkasta sóknarlína KR?
Mest spennandi tel ég að hafa Hólmbert fremstan með Gary Martin og Óskar Örn með sér.

Er Valur komið aftur í hóp þeirra allra bestu á landinu?
Smiðurinn er að gera magnaða hluti á Hlíðarenda en það vantar enn að reka smiðshöggið.

Mun Glenn gera gæfumuninn fyrir Breiðablik?
Ef Glenn finnur taktinn frá því í fyrra er hann maðurinn sem gæti gert gæfumuninn fyrir nánast öll lið deildarinnar.

Getur Fjölnir tekið þátt í Evrópubaráttu?
Miði er alltaf möguleiki, sérstaklega ef aukin breidd og stöðugleiki gætu fylgt miðakaupunum í Grafarvogi.

Eru leikmenn Stjörnunnar ekki betri en þetta?
Þeir sýndu það gegn hrokagikkunum í Celtic að þeir eru betri en þetta, en það virðist ekki skila sér í deildinni.

Sérðu Hemma Hreiðars ná að láta Fylki taka næsta skref?
Hemmi er með góða menn með sér og ef hann nær að smita liðið af ástríðu sinni þá eru flestir vegir færir.

Er Gulli Jóns að ná öllu úr mannskapnum sem hægt er?
Gulli er ólseigur og að vera núna í áttunda sætinu mundi ég telja ásættanlegt og rúmlega það.

Gerði brotthvarf Óla Þórðar gæfumuninn?
Það virkaði að öskra menn áfram í fyrra þegar Víkingar voru nýliðar, en það dugar ekki tvö ár í röð.

Er Ásmundur rétti skipstjórinn í brú Eyjaliðsins?
Ási er mættur til að slökkva elda í Eyjum og ég gæti alveg séð hann bjarga þeim fyrir horn.

Hefur Leiknir gæði til að vera áfram í þessari deild?
Ef stemning myndi haldast í hendur við gæði væri svarið já, en þannig virkar það víst ekki.

Á Keflavík séns?
Ég get orðað það þannig að Keflvíkingar þurfa væntanlega að fara nokkrar ferðir út á land á næsta ári.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner