Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 29. júlí 2015 21:59
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Gregg Ryder: Þetta var frammistaða meistara
Gregg Ryder
Gregg Ryder
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar var mjög ánægður með 4-0 sigur sinna manna gegn HK í dag. Þróttarar voru betri allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  0 HK

„Ég er gríðarlega ánægður með þessa frammistöðu, við stjórnuðum leiknum. Þetta var frammistaða meistara."

„Þetta var ein af þeim, við erum búnir að eiga marga góða leiki. Við höfum spilað leiki þar sem við höfum fengið stig en ekki verið upp á okkar besta."

Gregg sagði við leikmennina sína að senda skilaboð til hinna liðanna.

„Það er planið, ég sagði fyrir leikinn að við ættum að senda út skilaboð til allra."

Tonni Mawejje er búinn að spila tvo leiki með Þrótti eftir að hann kom til liðsins og hann hefur staðið sig mjög vel. Gregg er hrifinn af sínum manni.

„Tonni kemur með mikið vegna þess að við misstum Ragga í meiðsli, hann er miðjumaður sem fer á milli teiganna. Við misstum Odd sem kemur til baka fyrir Víkings leikinn."

„Tonni er eins miðjumaður og þeir, hann er orkumikill okkur vantaði drifkraft á miðjunni sem hann hefur komið með. Hann hefur ekki spilað í þrjá mánuði og nú er hann búinn með tvo 90 mínútna leiki svo hann verður bara betri."

Viktor Jónsson, markahæsti leikmaður deildarinnar er á láni hjá Þrótti en Ryder er ekki viss um frammhald leikamannsins.

„Við höfum ekki talað um það. Við elskum að hafa hann og hann elskar að vera hér. Samningurinn hans segir að hann fari aftur til Víkings í lok leiktíðar."

Það verður toppslagur í næstu umferð er Þróttur mætir Víkingi Ólafsvík.

„Það er stórleikur, við förum þangað til að njóta hans. Okkur hlakkar til."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner