banner
   mið 29. júlí 2015 22:39
Arnar Geir Halldórsson
Kári og Birkir í misjöfnum málum í Meistaradeildinni
Birkir og félagar stefna hraðbyri á riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Birkir og félagar stefna hraðbyri á riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld var leikið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og voru tveir íslenskir landsliðsmenn í eldlínunni.

Birkir Bjarnason lék allan leikinn á hægri kantinum hjá Basel sem vann sterkan 3-1 útisigur á Lech Poznan í Póllandi.

Kári Árnason og félagar hans í Malmö eru hinsvegar í verri málum eftir 2-0 tap gegn Red Bull Salzburg í Austurríki. Kári lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Malmö.

Seinni leikirnir fara fram eftir viku.

Lech Poznan 1-3 Basel
0-1 Michael Lang ('34 )
1-1 Denis Thomalla ('36 )
1-1 Shkelzen Gashi ('67 , Misnotað víti)
1-2 Marc Janko ('77 )
1-3 Davide Calla ('90 )
Rautt spjald: ,Tomasz Kedziora, Lech (Poland) ('66)Taulant Xhaka, Basel (Switzerland) ('90)

Red Bull Salzburg 2 - 0 Malmo FF
1-0 Andreas Ulmer ('51 )
2-0 Martin Hinteregger ('89 , víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner