Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júlí 2015 16:20
Elvar Geir Magnússon
Knattspyrnudeild Keflavíkur kallar eftir fjárstuðningi
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Oft er þörf en nú er nauðsyn," er fyrirsögn á pistli sem Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, skrifar og birtur er hjá Víkurfréttum.

Keflvíkingar eru límdir við botninn í Pepsi-deildinni og kallar knattspyrnudeildin eftir fjárstuðningi frá íbúum Reykjanesbæjar. Til stendur að senda 3.000 kr. valgreiðslu í heimabanka allra bæjarbúa sem eru eldri en 17 ára.

Leitað er allra leiða til að tryggja áframhaldandi veru í efstu deild en Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfara Keflavíkur, skrifaði pistil á stuðningsmannasíðu félagsins.

„Naflaskoðun er eitthvað sem við höfum stundað undanfarnar vikur og á því verður ekkert lát. Við erum Keflvíkingar, erum ekki þekktir fyrir það að gefast upp og ætlum ekki að fara að byrja á því núna," skrifar Jóhann Birnir.

„Þegar lítið gengur upp dvínar sjálfstraust leikmanna og menn fara að breyta sinni venjulegu hegðun. Leikmenn þora ekki lengur að taka af skarið sóknarlega og varnarlega og verða fyrir vikið ekki eins góðir og þeir eiga að geta verið. Við vitum þó öll hvað í þeim býr. Í þeirri stöðu sem við erum komnir í núna er augljóst að við þurfum á einhvern hátt að breyta samsetningunni í liðinu. Við höfum núna fengið til liðs við okkur nýja erlenda leikmenn sem við teljum að henti vel að okkar hugmyndafræði."

Með því að smella hérna má lesa pistilinn sem Jóhann Birnir skrifaði en þar talar hann meðal annars um mikilvægi þess að fá góðan stuðning í stúkunni.
Athugasemdir
banner