Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júlí 2015 15:45
Elvar Geir Magnússon
12 setningar: „Þarf sérstakar týpur til að þjálfa ÍBV"
Ingvi Þór Sæmundsson (Vísir og Fréttablaðið)
Mynd: Fótbolti.net
Ingvi fylgist grannt með íslenska boltanum.
Ingvi fylgist grannt með íslenska boltanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12 setningar er dagskrárliður hér á Fótbolta.net þar sem við fáum fjölmiðlamann til að svara tólf spurningum um Pepsi-deildina, hverri með einni setningu. Það er ein spurning sem tengist hverju liði í deildinni.

Ingvi Þór Sæmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Fréttablaðinu, svarar hér 12 spurningum með 12 setningum nú þegar 13 umferðum er lokið.

Hvernig er FH að höndla pressuna?
Vel, miðað við stöðu liðsins í deildinni, ekki vel miðað við flest annað (úr leik í bikar og Evrópukeppni, allan pirringinn, fjölmiðlabannið, Akraborgarviðtalið við Heimi o.s.frv.).

Hvernig er sterkasta sóknarlína KR?
Sören hægra megin, Óskar vinstra megin og Gary fremstur.

Er Valur komið aftur í hóp þeirra allra bestu á landinu?
Kemur betur í ljós eftir tímabilið en liðið er allavega á góðri leið með það.

Mun Glenn gera gæfumuninn fyrir Breiðablik?
Ekki viss um að hann einn og sér verði þess valdandi að Blikar verði Íslandsmeistarar en í versta falli er hann góð viðbót við hópinn.

Getur Fjölnir tekið þátt í Evrópubaráttu?
Nei, hugsanlega ef þeir hefðu haldið sama liði og byrjaði mótið.

Eru leikmenn Stjörnunnar ekki betri en þetta?
Jú, flestir þeirra eru hins vegar að spila undir getu og liðsheildarbragurinn á liðinu hefur ekki verið góður.

Sérðu Hemma Hreiðars ná að láta Fylki taka næsta skref?
Held ekki, hann virkar frekar á mann eins og skammtímalausn.

Er Gulli Jóns að ná öllu úr mannskapnum sem hægt er?
Nánast, lið ÍA veit nákvæmlega hvað það er og spilar á sínum styrkleikum.

Gerði brotthvarf Óla Þórðar gæfumuninn?
Kannski var Óli kominn á endastöð með liðið en ég held að breytingin úr tveggja þjálfara kerfi yfir í einn aðalþjálfara hafi skipt meira máli en Óli einn og sér.

Er Ásmundur rétti skipstjórinn í brú Eyjaliðsins?
Nei, það þarf sérstakar týpur til að þjálfa Eyjaliðið (eins mikil klisja og það nú er) og Ásmundur virkar ekki á mann sem slík týpa.

Hefur Leiknir gæði til að vera áfram í þessari deild?
Fyrir þeirra hönd er ég hræddur um ekki en að því sögðu þá geturðu sagt um fáa leikmenn liðsins að þeir séu ekki í Pepsi-deildar klassa, þegar litið er yfir hópinn.

Á Keflavík séns?
Nei, of slakt lið, of vond staða og of lítið eftir af mótinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner