Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 29. júlí 2015 16:35
Alexander Freyr Tamimi
Stjarnan fær enskan varnarmann (Staðfest)
Stjörnustúlkur fá nýjan liðsfélaga.
Stjörnustúlkur fá nýjan liðsfélaga.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kvennalið Stjörnunnar heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi leikjahrinu, en enski hægri bakvörðurinn Rachel Pitman er gengin til liðs við félagið.

Pitman hefur undanfarin ár leikið með DePaul háskólanum í Bandaríkjunum. Spilaði hún alls 79 leiki fyrir lið háskólans og skoraði í þeim sex mörk. Þá lagði hún upp átta mörk.

Í fyrra lék Pitman einnig með Seattle Sounders í bandarísku W-deildinni og spilaði hún þar níu leiki og gerði í þeim eitt mark.

Pitman er þriðji erlendi leikmaðurinn sem Stjarnan fær til sín í sumarglugganum, en hin brasilíska Francelle Manoel Alberto og hin bandaríska Jaclyn Softli gengu í raðir félagsins fyrr í mánuðinum. Stjarnan mun spila átta leiki frá 6. ágúst til 1. september, en liðið heldur í næsta mánuði til Kýpur þar sem þær munu spila í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner