Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júlí 2015 22:11
Alexander Freyr Tamimi
Stjarnan fær landsliðskonu sem var á HM (Staðfest)
Stjarnan hefur styrkt sig vel í glugganum.
Stjarnan hefur styrkt sig vel í glugganum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kvennalið Stjörnunnar hefur fengið til liðs við sig brasilíska landsliðskonu sem spilaði á HM í Kanada í sumar. Hún heitir Poliana Barbosa Medeiros og er 24 ára gömul. Hún var nú síðast með brasilíska landsliðinu sem vann Pan-American leikana síðastliðinn laugardag.

Líkt og hin brasilíska landsliðskonan í Stjörnunni, Francielle Manolo Alberto, hefur Poliana leikið með Sao Jose í heimalandinu og vann hún Meistaradeild Suður-Ameríku í þrígang með liðinu.

Poliana er varnarmaður sem á 34 landsleiki að baki fyrir Brasilíu og hefur skorað í þeim tvö mörk.

Hún er fjórði leikmaðurinn sem Stjarnan fær í sumarglugganum, en liðið heldur til Kýpur í næsta mánuði þar sem það tekur þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar. Mun Stjarnan alls spila átta leiki á innan við fjórum vikum frá ágúst og fram í byrjun september.
Athugasemdir
banner
banner