Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 29. júlí 2015 15:06
Magnús Már Einarsson
Wojciech Szczesny til Roma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Roma hefur fengið markvörðinn Wojciech Szczesny á láni frá Arsenal.

Szczesny missti sæti sitt til David Ospina á síðasta tímabili og nú er hann orðinn þriðji markvörður Arsenal eftir að Petr Cech kom til félagsins frá Chelsea.

Pólverjinn mun nú spila í Serie A á komandi tímabili.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði á dögunum að Szczesny eigi ennþá framtíð hjá Arsenal.

„Szczesny á framtíð hér því að ég met hann mikils. Hann er nú þegar með mjög mikla reynslu," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner