Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. júlí 2016 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: 101gg 
De Laurentiis kallar Higuain lygara og svikara
Dramatíkin nær hámarki
Kvikmyndaframleiðandinn De Laurentiis er kominn með gott efni í sápuóperu.
Kvikmyndaframleiðandinn De Laurentiis er kominn með gott efni í sápuóperu.
Mynd: Getty Images
Gonzalo Higuain gekk nýlega til liðs við Juventus frá Napoli fyrir 90 milljónir evra. Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, gagnrýndi sóknarmanninn fyrir að yfirgefa félagið og svaraði sóknarmaðurinn fyrir sig á fréttamannafundi í dag.

Á fréttamannafundinum sagði Higuain meðal annars að meginástæðan fyrir brottför hans frá Napoli hafi verið De Laurentiis.

„Ég er búinn að sjá ummælin frá Gonzalo Higuain og þurfti að hugsa í langan tíma um hvort þau væru svaraverð, en á endanum ákvað ég að gefa frá mér svar," sagði De Laurentiis í yfirlýsingu áður en hann byrjaði að kalla Higuain lygara.

„1) Ef Herra Gonzalo Higuain líkaði ekki vel við mig þá er skrítið að það hafi tekið hann svona mörg ár að átta sig á því, nema hann sé lygari eða frábær leikari. Ég myndi útiloka seinni möguleikann því ég þekki marga leikara.

„2) Við eyddum miklum tíma saman, meira að segja nýlega. Til dæmis eyddum við heilum degi saman í Róm þegar við fórum fyrir aganefndina 15. apríl til að reyna að minnka fjögurra leikja bann á lokaspretti titilbaráttunnar. Þar var hann sallarólegur og virtist líka vel við mig."


De Laurentiis hélt áfram að telja upp ýmsa hluti sem gerðust í fortíðinni áður en hann sagði Higuain hafa sýnt öllum í Napolí virðingarleysi.

„5) Það að reyna að nota mig sem afsökun fyrir því að yfirgefa Napoli er virðingarleysi gagnvart öllum í Napolí. Ef Higuain vissi eitthvað um sögu borgarinnar þá myndi hann vita að þessi borg var sú eina til að losa sig við alla Nasista fyrir komu Bandaríkjahers. Þú getur svikið þetta fólk en þú ert blygðunarlaus ef þú dirfist að sýna því vanvirðingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner