fös 29. júlí 2016 14:45
Ívan Guðjón Baldursson
Kyle Lafferty ákærður fyrir að veðja á fótboltaleik
Mynd: Getty Images
Kyle Lafferty, sóknarmaður Norwich og lykilmaður í norður-írska landsliðinu, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu.

Knattspyrnusambandið ákærir Lafferty fyrir að veðja á fótboltaleik og gæti sóknarmaðurinn átt yfir höfði sér langt bann og væna sekt verði hann fundinn sekur.

„Sóknarmaðurinn er grunaður um að hafa veðjað á gang mála í fótboltaleik þann 20. febrúar 2016 og brotið þannig FA Reglu E8," stendur í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandinu.

„Hann hefur tíma þar til 5. ágúst 2016 til þess að svara ákærunni."

Lafferty var í aðalhlutverki þegar Norður-Írland komst á Evrópumótið í sumar en í heildina hefur hann skorað 17 mörk í 52 landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner