Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 29. júlí 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lögðu pening undir að Van Persie færi til Rangers
Mynd: Getty Images
Afar furðulegir orðrómar litu dagsins ljós á miðvikudagskvöldið þegar hver fjölmiðillinn fætur öðrum fór að greina frá því að Robin van Persie væri líklega á leið til Rangers í Skotlandi.

Orðrómarnir urðu það háværir að veðmálasíðan Ladbrokes lokaði á möguleikann að veðja á að Persie færi til Rangers eftir að gífurlegt magn notenda hafði veðjað á það.

Hinn 32 ára gamli Van Persie þénar rúmlega 100 þúsund pund á viku hjá Fenerbahce og finnst Mark Warburton, knattspyrnustjóra Rangers, þessir orðrómar ekkert nema hlægilegir.

„Ég veit ekkert hvaðan þessi orðrómur kom. Ég vaknaði við helling af smáskilaboðum og ósvöruðum símtölum þar sem fólk hélt að ég væri búinn að krækja í Van Persie," sagði Warburton brosandi.

„Allir vissu af þessum félagsskiptum nema við hjá Rangers. Ég veit ekki hvað ég á að segja, ætli ég verði ekki að láta nægja að við getum ekki einu sinni komist nálægt því að borga honum vikulaun.

„Mér finnst fáránlegt að fólk hafi verið að veðja á þetta, ég bara get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig nokkur maður gæti trúað þessari vitleysu."

Athugasemdir
banner
banner
banner