fös 29. júlí 2016 09:30
Magnús Már Einarsson
Schweinsteiger hættir að spila með þýska landsliðinu
Schweinsteiger fagnar marki á EM.
Schweinsteiger fagnar marki á EM.
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger er hættur að spila með þýska landsliðinu en þetta staðfesti hann í dag.

Hinn 31 árs gamli Schweinsteiger á 120 landsleiki að baki en síðasti leikur hans var 2-0 tap gegn Frökkum í undanúrslitum EM.

„Með því að vinna HM 2014 gerðum við eitthvað sögulegt og það var tilfinning sem ég mun aldrei upplifa aftur á ferlinum," sagði Schweinsteiger.

„Þess vegna er skynsamlegt að hætta núna og óska liðinu alls hins besta fyrir undankeppni HM 2018 og lokakeppnina þar."

Óvissa ríkir einnig um framtíð Schweinsteiger hjá Manchester United en Jose Mourinho er sagður vilja losa sig við hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner