Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 29. júlí 2017 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Aron Guðjohnsen í Breiðablik (Staðfest)
Samningurinn handsalaður.
Samningurinn handsalaður.
Mynd: Blikar.is
Sveinn Aron Guðjohnsen hefur skipt úr Val í Breiðablik, en hann skrifaði undir 3 ára samning við Kópavogsliðið í dag.

Sveinn Aron hefur ekki átt fast sæti í liði Vals á þessu tímabili og var ekki í leikmannahópnum í 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í síðasta leik.

Félög í Pepsi-deildinni hafa sýnt Sveini áhuga, en hann ákvað að velja Breiðablik. Hinn 19 ára gamli Sveinn lék með HK áður en hann fór í Vals, en nú mun hann leik með hinu Kópavogsliðinu.

Hann fer frítt frá Val í Breiðablik þar sem hann var ekki með KSÍ samning, en það þarf að greiða félögum á Spáni uppeldisbætur fyrir hann. Sveinn spilaði með liðum á Spáni þar sem faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, var á mála hjá Barcelona.

„Sveinn Aron er öflugur framherji sem örugglega mun styrkja meistarflokkshópinn mikið. Blikar.is bjóða hann hjartanlega velkominn í þá baráttu sem framundan er og það verður gaman að fylgjast með framgangi hans í grænu treyjunni," segir á Blikar.is

Sveinn kemur til með að fylla skarð Höskuldar Gunnlaugssonar hjá Breiðabliki, en Höskuldur fór í gær til Halmstad í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner