,,Mjög góður sigur í dag. Við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka," sagði Finnur Orri Margeirsson fyrirliði Breiðabliks eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni í dag.
,,Við spiluðum allan leikinn mjög vel. Við fengum mark á okkur snemma leiks og héldum í raun og veru bara áfram. Það breyttist ekkert í okkar leik nema við gefum bara í ef eitthvað er. Uppskárum eftir því, tvö góð mörk og þau hefðu getað verið fleiri."
Í aðdraganda marks Stjörnunnar vildu heimamenn meina að Garðar Jóhannsson hefði brotið á Rene Troost er hann náði boltanum af honum. ,,Mér fannst það, já. Mér fannst Garðar grípa í öxlina á honum þegar hann tekur boltann."
,,Það er bullandi líf í toppbaráttunni. Við höldum lífi í þessu og erum brattir fyrir framhaldið. Það er leikur á sunnudaginn sem við ætlum að vinna til að komast í Evrópu. Það vilja allir spila þar."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir