,,Það er slæmt að tapa en mér finnst tapið alltof stórt miðað við hvernig leikurinn þróaðist," sagði Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn Selfossi í 1. deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Selfoss 3 - 0 Grindavík
,,Við vorum meira með boltann og þeir áttu engin færi í fyrri hálfleik. Þeir áttu bara tvö færi og skoruðu tvö mörk. Við vorum 60-70% með boltann og sköpuðum færi og spiluðum vel en fengum á okkur mjög ódýr mörk."
Grindavík skapaði færi í kvöld en nýtti þau ekki, hvað var vandamálið?
,,Ég verð eiginlega að taka þá á æfingu og reyna að bæta þetta. Við verðum að reyna að nýta færin í næsta leik. Það er nóg eftir, við eigum þrjá leiki eftir, við ætlum að klára þeta og reyna að komast í úrvalsdeild."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir